Húnvetnskir hestamenn uppskera
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Hestar, Vestur-Húnavatnssýsla
23.11.2010
kl. 09.18
Uppskeruhátíð húnvetnskra bænda og hestamanna verður haldin í Félagsheimilinu á Blönduósi, laugardaginn 27. nóvember nk. Hátíðin hefst kl. 20:00 með fordrykk í boði SAH Afurða.
Boðið verður upp á glæsilegan matseðil sem ætti að kæta bragðlauka gesta auk þess sem verðlaun og viðurkenningar verða veittar fyrir góðan árangur ársins. Veislustjórn og skemmtiatriði verða í góðum höndum, segir í tilkynningu frá veisluhöldurum og það verða þeir Stulli og Dúi sem leika fyrir dansi.