Hús frítímans vígt í dag
feykir.is
Skagafjörður
05.03.2009
kl. 10.58
Hús frítímans við Sæmundargötu á Sauðárkróki verður vígt formlega síðar í dag. Athöfnin hefst kl. 16.30 með skrúðgöngu frá Fjölbrautaskólanum. Gengið verður fram hjá Árskóla og íþróttavellinum og komið að Húsi frítímans kl. 17.00. þar verður klippt á borða og flutt stutt ávörp.
Leggja forsvarsmenn hússins áherslu á að allir séu þangað hjartanlega velkomnir.
Kl.17:20 hefjast tónleikar þar sem fram koma Kór FNV, Kór eldri borgara og tónlistarfólk úr Félagsmiðstöðinni Friði.
Húsið verður opið til kl. 22.00
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.