Húsfyllir í Reiðhöllinni á föstudag

Álftagerðisbræður komu fram.

Húsfyllir var í Reiðhöllinni Svaðastaðir á föstudagskvöldið er haldið var styrktarkvöld fyrir Þuríði Hörpu Sigurðardóttur. Fjöldi tónlistar og hestamanna komu fram á styrktarkvöldinu en allir sem að kvöldinu komu með einum eða öðrum hætti gáfu vinnu sína.
Samhugur og samkennd eru lýsingarorðin sem koma upp í huga þeirra sem að kvöldinu komu. Þuríður Harpa er eins og áður hefur komið fram á leið til Indlands í stofnfrumumeðferð en meðferðin er gríðarlega kostnaðarsöm og var samkoman á föstudagskvöldið 1. liður í söfnun Þuríðar.  Fleiri myndir frá kvöldinu má sjá hér

Við minnum á að reikningsnúmer söfnunarinnar eru:
Landsbankinn: 161 - 15 - 550165
Sparisjóður Skagafjarðar: 1125 - 05 - 250067

Fleiri fréttir