Húsgagna- og húsmunasöfnun á Blönduósi á vegum Rauða krossins

Rauði krossinn á Blönduósi óskar eftir húsmunum vegna móttöku flóttafólks frá Sýrlandi sem væntanlegt er í næsta mánuði. Eftirtalda muni vantar og eru þeir sem eiga kost á því að taka þátt í söfnuninni vinsamlega beðnir að senda Guðrúnu Margréti Guðmundsdóttur, verkefnastjóra Rauða krossins, skilaboð á messenger með mynd af húsgagni/húsmunum, eða hringja í hana í síma s. 6959577. 

  • Sófaborð
  • Sófasett
  • Náttborð
  • Borðstofuborð
  • Stólar
  • Eldhúsborð og eldhússtólar
  • Fatahirslur
  • Sjónvarpsskenkir
  • Skrifborð
  • Bókahillur / hillur / skenkir
  • Mottur
  • Herðartré
  • Leikföng
  • Ljós og lampar
  • Matvinnsluvél

Eins og komið hefur fram í fréttum er von á  21 flóttamanni frá Sýrlandi í næsta mánuði og samanstendur hópurinn af fjórum fjölskyldum, einni fjögurra manna fjölskyldu, einni fimm manna og tveimur sex manna, þar af eru 12 börn og ein 17 ára stúlka. 

 
 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir