Hvað segja tölurnar um Jóhannu Sigurðardóttur?
Í talnalógíubók Benedikts Lafleur er að finna tölur og áhrif þeirra á þekktar persónur úr íslensku samfélagi. Margir eru þar nefndir en forsætisráðherra Íslands er ekki í bókinni enda hennar tími ekki kominn þegar hún var skrifuð. Feykir.is lá forvitni á að vita hvernig Benedikt reiknar Jóhönnu út.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur sterkar og afgerandi umbreytingatölur. Hún er með töluna 3 bæði í nafninu, hún fær hana í arf og einnig er hún með hana sem fæðingatölu. Þetta þíðir að hún hlítur að koma af stað miklum breytingum. Ef ekki verða breytingar í tíð hennar veit ég ekki hvenær þær ættu þá að vera. Hún er með skemmtilega tölu strax í Jóhönnu þar sem hún er með töluna 9 sem er aðal þjónustutalan og það hefur svarað kalli almennings sem vilja að stjórnmálamenn hugsi um hag almennings.
Þessi þjónustutala gerir hana líka svolítið vinsæla og allir eru hrifnir af henni, hvar í flokki sem þeir standa. Þristurinn er sveigjanlegur en hún er líka með sterka hugsanatölu og kannski svolítið ósveigjanleg í leiðtogahlutverkinu sem slíku og lífsskoðunum. Hins vegar er hún með heildarútkomuna 6 sem er mjög sveigjanleg og heimilis- og fjölskylduvæn. Hugsar mikið um heimilin. Þessar umbreytingatölur og athafnatölur miða að því að hugsa um hag heimilanna og samfélagsins. Að því leytinu er hún sáttfús og gott jafnvægi í tölunum.
Tölurnar taka mikið mið af tvistinum sem er hin mjúka tala sem lýsir móðurorkunni og kærleikanum, það að hugsa um náungann. Þessar tölur hjá Jóhönnu eru fjölskylduvænni en við höfum fengið að venjast t.d. hjá Ingibjörgu Sólrúnu, þær eru harðari og metnaðarfyllri og kannski svolítið stífari fyrir vikið. Tölurnar hjá Jóhönnu eru sem sagt mjúkar tölur að miklu leyti og útkoman er þannig að hún ætti að geta átt við þá tíma sem við erum að upplifa
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.