Hvalir í Húnafirði

Hnúfubakur að veiðum í Húnafirði. Mynd: FB/Auðunn Blöndal
Hnúfubakur að veiðum í Húnafirði. Mynd: FB/Auðunn Blöndal

Hnúfubakar hafa verið vel sýnilegir á Norðurlandi í sumar. Hafa þeir mikið verið í Skagafirði og sjást nú í Húnafirði og vel frá Blönduósi. Auðunn Blöndal náði ágætis myndum af hvölunum við veiðar og birtir á Facebook síðu sinni. Einnig segist hann hafa séð til háhyrnings síðustu daga en ekki náð myndum af honum. Höskuldur B. Erlingsson náði mögnuðum myndum með flygildi sínu af hnúfubökunum á veiðum og hefur birt myndband á Facebooksíðu sinni og Youtube. Sagt er frá hvölunum á huni.is

Myndband Höskuldar:                                                                                                                                                     

 

/SHV

Fleiri fréttir