Hvalreki á Garðssandi

Hér má sjá hversu stór hvalurinn er þegar metralangur tommustokkurinn er borinn við sporðblöðkuna. Mynd: Jón Sigurjónsson
Hér má sjá hversu stór hvalurinn er þegar metralangur tommustokkurinn er borinn við sporðblöðkuna. Mynd: Jón Sigurjónsson

Yfir 10 metra langur hvalur liggur á Garðssandinum við Hegranes í Skagafirði þar sem hann sinnir hlutverki veisluborðs fugla af ýmsum tegundum. Jón Sigurjónsson, ábúandi í Garði, telur að um hnúfubak sé að ræða og af sporðblöðkum að dæma, sem mælast þrír metrar, er hann líklega yfir tíu metra langur.

Greinilegt er að dýrið hefur gefið upp öndina fyrir löngu síðan þar sem hræið er illa farið af rotnun. Jón segir að skrokknum hafi skolað á land í miklu brimi á dögunum en einnig séu bein úr honum á víð og dreif um fjöruna svo eitthvað hefur hann velkst um í hafinu. Hvað verði um hræið telur Jón að það muni rotna ofan í sandinn.

Meðfylgjandi myndir tók Jón Sigurjónsson.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir