Hvassviðri eða stormur með vindhraða á bilinu 18-25 m/s

Það fer nánast að verða fréttaefni ef ekki er gul viðvörun vegna veðurs á landinu bláa en nú er í gildi appelsínugul viðvörun  vegna veðurs fyrir Vestfirði en fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Strandir og norðurland vestra, Norðurland eystra og Miðhálendi  er gul viðvörun.  Vegurinn um Þverárfjall er lokaður vegna veðurs sem og um Öxnadalsheiði.

Hvassviðri eða stormur með vindhraða á bilinu 18-25 m/s er á Norðurlandi vestra og búast má við talsverðum éljagangi með skafrenningi og lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar, einkum á fjallvegum, segir á vedur.is

Lægja á í nótt en búist er við suðvestan 5-10 í fyrramálið og lítilsháttar éli á Norðurlandi vestra austlægri átt 5-13 og skýjuðu að mestu annað kvöld. Frost 1 til 7 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: 
Hvöss austlæg átt og snjókoma, en slydda eða rigning sunnantil. Snýst í hægari suðlæga átt síðdegis. Frost 0 til 3 stig, en hiti að 4 stigum með suðurströndinni.
Á sunnudag: Breytileg átt, víða 5-10 m/s, og snjókoma eða slydda með köflum. Frost 0 til 5 stig.
Á mánudag: Fremur hæg suðaustanátt, að mestu skýjað og stöku él. Frost 0 til 7 stig, kaldast í innsveitum norðanlands. 
Á þriðjudag: Hæg austlæg átt og bjartviðri, en dálítli él austantil á landinu. Kalt í veðri. 
Á miðvikudag: Útlit austanátt og snjákomu á köflum, en þurrt á vestanverðu landinu. Frost um allt land.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir