Hver segir að prestar og biskupar trúi frekar á guð ?

En hver segir að prestar og biskupar trúi frekar á guð en fólk í öðrum starfstéttum? , spyr Kári Gunnarsson frá Flatatungu í aðsendri grein á Feyki.is í dag.

-Það kemur berlega í ljós þegar skoðuð eru viðbrögð presta við þeim ásökunum að æðsti yfirmaður þeirra hafi verið kynferðisglæpamaður. Málið var þaggað niður og fórnarlömbin niðurlægð og svívirt enn frekar. Öllum má vera ljóst að trúnaður núverandi biskups var hjá gamla biskupnum, ekki guði og sannarlega ekki þeim sem brotið var á. Mér finnst ótrúlegt að prestar landsins skuli ekki losa sig við núverandi biskup. Sá sem þegir yfir glæp og reynir að þagga niður í þolendum, er lítið skárri en brenglaði biskupinn, heldur Kári áfram. Grein Kára í heild sinni má lesa hér til hliðar undir aðsendar greinar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir