Hver verður jólagjöfin í ár?

Það er af mörgu að taka þegar kemur að vörum sem unnar eru í héraði. Á bændamarkaði á Hofsósi sl. sumar vorut.d.  þessar handunnu sápur til sölu. Mynd:FE
Það er af mörgu að taka þegar kemur að vörum sem unnar eru í héraði. Á bændamarkaði á Hofsósi sl. sumar vorut.d. þessar handunnu sápur til sölu. Mynd:FE

Sveitarfélagið Skagafjörður ætlar að hafa vaðið fyrir neðan sig þegar kemur að jólagjafakaupunum í ár. Að þessu sinni er ætlunin að versla í heimabyggð og því leitar sveitarfélagið eftir vöru sem unnin er í héraði. Full þörf er á að hefja undirbúninginn snemma þar sem hópurinn er fjölbreyttur og stór, eða um 400 manns, eins og segir í auglýsingu á vef Skagafjarðar. Þar segir:

„Sveitarfélagið Skagafjörður hefur hafið undirbúning að jólagjöfum starfsmanna sveitarfélagsins fyrir næstu jól. Við erum að leita að vörum sem eru t.d. praktískar, fallegar, bragðgóðar, heima úr héraði o.s.frv. sem gaman væri að gefa fjölbreyttum hópi starfsmanna sveitarfélagsins. Ef þú hefur vöru á þínum snærum sem þú telur að gæti verið sniðugt í jólapakkann og vilt koma á framfæri þá máttu gjarnan senda upplýsingar um vöruna og kostnað á skagafjordur@skagafjordur.is fyrir 15. ágúst nk. Við munum þurfa ríflega 400 stykki sem þurfa að afhendast í byrjun desember 2019." Nánari upplýsingar gefa þau Hrefna G. Björnsdóttir, mannauðsstjóri í síma 455-6065 og hrefnag@skagafjordur.is, Sigfús Ólafur Guðmundsson, verkefnastjóri s. 455-6170 og  sigfusolafur@skagafjordur.is og Heba Guðmundsdóttir, verkefnastjóri s. 455-6017 og heba@skagafjordur.is.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir