Hvessir og spáð snjókomu í kvöld

Hægviðri og stöku él er á Ströndum og Norðurlandi vestra, talsvert frost. Vaxandi suðaustanátt síðdegis, 18-23 og fer að snjóa í kvöld. Víðast er ýmist hálka eða snjóþekja á vegum.

Vegfarendur eru enn beðnir að gæta ýtrustu varúðar vegna óvenju mikils jarðsigs á Siglufjarðarvegi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:

Suðlæg átt, 5-13 m/s og víða él, en hvöss suðaustanátt með slyddu eða snjókomu NA-til í fyrstu. Léttir til á N- og A-landi síðdegis, en norðan stormur og snjókoma á Vestfjörðum um kvöldið. Frost 0 til 8 stig síðdegis, mildast syðst.

Á miðvikudag og fimmtudag:

Hvöss norðanátt og snjókoma eða él, en úrkomulítið S-lands. Kalt í veðri.

Á föstudag:

Minnkandi norðanátt og él á N- og A-landi, en bjartviðri S- og V-lands. Talsvert frost.

Á laugardag:

Suðlæg átt og snjókoma, einkum S- og V-lands. Frost 1 til 12 stig, kaldast NA-lands.

Á sunnudag:

Útlit fyrir norðanátt með snjókomu N- og A-lands.

Fleiri fréttir