Íbúafundur í Varmahlíð á fimmtudaginn
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 29. júlí sl. að boða til íbúafundar í Varmahlíð fimmtudaginn 5. ágúst klukkan 20:00 í Menningarhúsinu Miðgarði vegna aurskriðunnar sem féll þann 29. júní sl.
Á fundi Byggðarráðs voru einnig ræddar þær aðgerðir sem búið er að framkvæma í kjölfar aurskriðunnar og þær frekari aðgerðir sem eru til skoðunar að ráðast í.
Sveitastjóra var jafnframt falið að senda umhverfis- og auðlindaráðherra beiðni um gerð hættumats fyrir Varmahlíð í Skagafirði sem og beiðni um gerð hættumats fyrir hluta Sauðárkróks.
/SMH