Íbúafundur og kynning í Húnaþingi vestra á hugmyndum um nýtingu vindorku

Íbúafundur um nýtingu vindorku í landi Sólheima í Dalabyggð verður haldinn þriðjudaginn 15. júní klukkan 17:00 í Tangarhúsi á Borðeyri, Húnaþingi Vestra.


Fulltrúar Qair og EFLU munu kynna fyrirtækið Qair, vindorkugarð í landi Sólheima og stöðu skipulagsmála.


Að loknum kynningum munu fara fram umræður þar sem kostur gefst á að bera fram spurningar.


Fundurinn er öllum opinn en íbúar í Húnaþingi vestra eru sértaklega hvattir til að mæta. Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar.

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir