Íbúafundur um verndarsvæði í byggð á Sauðárkróki

Myndin sýnir afmörkun verndarsvæðisins. Mynd: Skagafjörður.is
Myndin sýnir afmörkun verndarsvæðisins. Mynd: Skagafjörður.is

Sveitarfélagið Skagafjörður hlaut árið 2015 styrk frá Minjastofnun Íslands til að vinna tillögur um verndarsvæði í byggð á Sauðárkróki og á Hofsósi en markmiðið með slíkum svæðum er að stuðla að vernd og varðveislu byggðar sem hefur sögulegt gildi. Verkefnið skiptist í húsakönnun, fornleifaskráningu og greinargerð þar sem metið er varðveislugildi og gerðir skilmálar um vernd og uppbyggingu innan svæðisins. 

Næstkomandi þriðjudag, 21. nóvember, kl. 17:00 er boðað er til íbúafundar í fundarsal sveitarfélagsins í Húsi frítímans til kynningar á verkefninu Verndarsvæði í byggð – gamli bærinn á Sauðárkróki norðurhluti. Á þessum fyrsta íbúafundi um verkefnið verður farið yfir stöðu verkefnisins á Sauðárkróki, það kynnt og leitað samráðs við íbúa.

Allir sem áhuga hafa á málefninu eru hvattir til að mæta

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir