Íbúar geta haft áhrif á menntastefnu Húnaþings vestra

Hafin er vinna við gerð nýrrar menntastefnu fyrir Húnaþing vestra og gefst öllum íbúum sveitarfélagsins tækifæri til að koma sínum hugmyndum og vangaveltum á framfæri á heimasíðu þess. Tilgangur menntastefnunnar er að ná víðtækri samstöðu um framtíðaráherslur í skóla- og frístundastarfi í Húnaþingi vestra og skerpa á forgangsröðun mikilvægustu umbótaverkefna.

Á heimasíðu sveitarfélagsins kemur fram að lögð verði áhersla á að ná fram viðhorfum og hugmyndum allra hagsmunaaðila í skólastarfi við mótun menntastefnu og áhersluþátta hennar.

Taka þátt í könnun

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir