Íbúar hvattir til samstöðu
Byggðarráð Húnaþings vestra hefur sent frá sér yfirlýsingu sökum þess ástands sem skapast hefur í efnahagsmálum þjóðarinnar. Er þar meðal annars áréttað að sveitarfélagið skuldi ekki neitt í erlendri mynt auk þess að hafa ekki átt fjármuni inni á peningamarkaðssjóðum.
Í ályktun sinni áréttar Byggðarráð að þrátt fyrir fyrirsjáanlegt tekjutap þá mun sveitarstjórnin af fremsta megni standa vörð um alla grunnþjónustu sveitarfélagsins. Þá hafi sveitarfélagið ekki uppi áform um fækkun starfsfólks. Við þær aðstæður sem uppi eru vekur sveitarstjórn Húnaþings vestra athygli á mögulegum úrræðum félagsþjónustunnar. En öðru fremur eru íbúar hvattir til að sýna samstöðu í yfirstandandi þrengingum og umhyggju fyrir hverju öðru.