Íbúðalánasjóður stækkar við sig

Skrifstofa Íbúðalánasjóðs á Sauðárkróki mun á næstunni stækka við sig en gert er ráð fyrir að fjölga starfsmönnum á Sauðárkróki í kjölfar skipulagsbreytinga sem urðu hjá sjóðnum sl. áramót.

„Það er ekki komið á hreint hvað þetta verða mörg störf en við erum klárlega að fara að fjölga starfsfólki hér sem og að bæta vinnuaðstöðuna hjá þeim sem fyrir eru“ segir Svanhildur Guðmundsdóttir, sviðsstjóri þjónustu og markaðssviðs Íbúðalánasjóðs. Íbúðalánasjóður mun eftir breytingarnar fá undir starfsemi sína austurhluta annarrar hæðar Ártorgs 1, sem nú hýsir að hluta skrifstofur Kaupfélags Skagfirðinga. Aðspurð segist Svanhildur vonast til þess að geta á næstunni auglýst störf laus til umsóknar en ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um hvers eðlis þau störf verða.

Fleiri fréttir