Íbúum á Norðurlandi vestra fjölgar
Íbúum hefur fjölgað um 2 á Norðurlandi vestra á fyrsta ársfjórðungi árins 2009. Á því tímabili fluttu 711 fleiri frá landinu en til þess en á sama tímabili í fyrra var flutningsjöfnuður jákvæður um 1.087 manns.
Einungis Vestfirðir (35) og Norðurland vestra (2) voru með jákvæðan flutningsjöfnuð á fyrsta ársfjórðungi 2009. Mestur var brottflutningurinn frá höfuðborgarsvæðinu (-301), Austurlandi (-190) og Vesturlandi (-80). Flutningsjöfnuður var einnig neikvæður á Norðurlandi eystra (-78), Suðurnesjum (-60) og Suðurlandi (-39).
Mikið hefur dregið úr aðflutningi erlendra ríkisborgara síðustu misseri og fyrstu þrjá mánuði ársins var flutningsjöfnuður þeirra neikvæður um 317 manns. Flutningsjöfnuður íslenskra ríkisborgara var einnig neikvæður (-394). Þess ber þó að gæta að jafnan er töluvert um brottflutning íslenskra ríkisborgara á þessum árstíma til að hefja nám erlendis á vorönn.
Heimild: Hagstofan