Innblástursventill brotnaði í Málmey á heimstími
feykir.is
Skagafjörður
21.03.2019
kl. 09.43
Málmey SK-1 kom til hafnar á Sauðárkróki í gærkvöldi eftir að hafa lent í hrakningum á heimsiglingunni. Á Facebooksíðu Fisk Seafodd kemur fram að innblástursventill hafi brotnað og við það eyðilagðist hedd, stimpill og fleira.
Óhappið átti sér stað þegar skipið var statt út af Skaga í leiðinlegu veðri en um hálfan sólarhring tók að gera við vélina og koma henni aftur í gang. Skipið sigldi svo á hægri ferð inn Skagafjörð til hafnar en á framhaldandi viðgerð stendur yfir og er áætlað að skipið komist ekki út aftur fyrr en á laugardaginn.
Um borð voru tæp 200 tonn af sjávarfangi, um 80 tonn af þorski, 60 tonn af ufsa, 30 tonn af karfa og 18 tonn af ýsu en minna í öðrum tegundum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.