Ísak Atli Íslandsmeistari í póker

Íslandsmeistarinn í póker, Ísak Atli Íslandsmeistari. Mynd: FB Pókersambands Íslands.
Íslandsmeistarinn í póker, Ísak Atli Íslandsmeistari. Mynd: FB Pókersambands Íslands.

Ísak Atli Finnbogason, 24 ára Sauðkrækingur, varð um helgina Íslandsmeistari í póker en Lokaborðið mót Pókersambands Íslands var haldið  hjá Hugaríþróttafélagi Reykjavíkur að  Síðumúla 37. Í öðru sæti varð Einar Már Þórólfsson og  Sigurður Dan Heimisson í þriðja.

Ísak Atli er frístundaleiðbeinandi í Húsi frítímans á Sauðárkróki, og segist í kynningu keppenda á fésbókarsíðu Pókersambandsins spila „online“ með því. Hann segist hafa byrjað að spila póker á Zynga Poker með vinum sínum þegar hann var 16 ára. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir