Ísak dugnaðarforkur Expressdeildar karla
Í hádeginu í dag var tilkynnt um úrvalslið fyrri umferða Iceland Express-deilda karla og kvenna. Jafnframt voru valdir bestu leikmenn, þjálfarar og dugnaðarforkar deildanna. Ísak Einarsson Tindastóli þótti dugnaðarforkur karladeildarinnar.
Önnur niðurstaða í valinu var þessi.
Þau Jakob Örn Sigurðarson, leikmaður KR, og Kristrún Sigurjónsdóttir, leikmaður Hauka, voru valin bestu leikmenn fyrri hlutans en lið þeirra sitja á toppi Iceland Express-deildar karla og kvenna.
Úrvalslið Iceland Express-deildar karla:
Jakob Örn Sigurðarson · KR
Cedric Isom · Þór Akureyri
Jón Arnór Stefánsson · KR
Páll Axel Vilbergsson · UMFG
Sigurður Þorsteinsson · Keflavík
Besti leikmaðurinn - Jakob Örn Sigurðarson · KR
Besti þjálfarinn: Einar Jóhannsson · Breiðablik
Dugnaðarforkurinn: Ísak Einarsson · Tindastóll
Úrvalslið Iceland Express-deildar kvenna:
Slavica Dimovska · Haukar
Kristrún Sigurjónsdóttir · Haukar
Birna Valgarðsdóttir · Keflavík
Svava Ósk Stefánsdóttir · Keflavík
Signý Hermannsdóttir · Valur
Besti leikmaðurinn - Kristrún Sigurjónsdóttir · Haukar
Besti þjálfarinn: Ari Gunnarsson · Hamar
Dugnaðarforkurinn: Fanney L. Guðmundsdóttir · Hamar
Heimild: KKI.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.