Ísbjörn heimsóttur á degi leikskólans
Ísbjörninn sem heldur heimili á bæjrskrifstofunum á Blönduósi fær heimsóknir af og til. Fyrir helgi fóru elstu börnin á Leikskólanum Barnabæ í heimsókn á bæjarskrifstofuna heilsuðu upp á starfsfólkið og sungu af hjartans list.
Ísbjörninn var að sjálfsögðu skoðaður í krók og kring en sögunni fylgir að þau hafi ekki verið hrædd við gann enda í glerbúri.
