Ísland í 2. sætið

Lag Óskars Páls Sveinssonar, Is it true, endaði í öðru sætinu í Evróvísion í kvöld með 218 stig. Háði það harða keppni við framlag Aserbadijan en seig fram úr í restina. Þetta er frábær árangur hjá okkar fólki og ekki hægt að fá betri úrslit í kreppunni.

Norðmenn sigruðu keppnina með yfir þrjúhundruð stig sem einnig er stigamet keppninnar.

Jóhanna Guðrún var glæsileg á sviðinu og söng af miklu öryggi hið gullfallega lag Óskars Páls. Þetta er í annað sinn sem Skagfirðingur á lag í Evróvisionkeppninni en Hörður G Ólafsson eða Bassi átti lagið Eitt lag enn sem Sigga Beinteins og Grétar Örvars sungu á sínum tíma og náði það 4. sæti.

Fleiri fréttir