Íslenskt prjón komin út á íslensku

Bókin Íslenskt prjón eftir Héléne Magnússon er komin út á íslensku. Á síðastliðnu ári var bókin gefin út í Bandaríkjunum undir heitinu Icelandic Handknits. Bókin byggir á rannsóknarvinnu Héléne Magnússon á prjónafatnaði í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi.

Á vef Heimilisiðnaðarsafnsins segir að bókin sé vönduð og prýdd afar fallegum myndum og að hún sé gott dæmi um þann frjóa jarðveg sem sé að finna í safninu til sköpunar á nýju handverki.

Aðfararorð – ágrip af sögu Heimilisiðnaðarsafnsins eru rituð af Elínu S. Sigurðardóttur, forstöðukonu safnsins. Sérsýning Heimilisiðnaðarsafnsins 2013 tengdist útgáfu þessarar bókar.

Á baksíðu bókarkápu segir: “Íslenskt prjón sækir innblástur í prjónafatnað og annan klæðnað og muni sem varðveittir eru á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Flíkur og munstur frá seinni hluta 19. aldar og fram á fyrri hluta 20. aldar eru hér færð í nútímabúning og með því íslenska ullargarni sem framleitt er í dag”.

Fleiri fréttir