Ítrekun á alla

Þau leiðu mistök áttu sér stað hjá Sveitarfélaginu Skagafirði að allar kröfur fasteignagjalda með gjalddaga 1. mars 2009, greiddar sem ógreiddar, voru sendar til innheimtu í banka.

 

Síðustu daga hafa verið að berast til skilvísra greiðenda, ítrekun frá banka um greiðslu á kröfum sem þegar eru greiddar. Sveitarfélagið biður þá sem hafa staðið í skilum velvirðingar á þessum óþægindum og bendir þeim á að henda þessari ítrekun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir