Jákvæðar samverustundir
Í haust setti Vinaverkefnið sér það markmið að efla tengsl foreldra og stuðla að auknum jákvæðum samskiptum milli foreldra barna í grunnskólunum í Skagafirði með því að hvetja grunnskólana til að efna til haustsamverustunda sem snérist fyrst og fremst um félagsleg tengsl, bæði á milli foreldra og nemenda og því hvernig hægt væri að auka samheldni hópanna.
Vinateymið bauðst til að taka þátt í umræðum foreldra og einnig bauð Frístundasvið starfsmann til að sinna nemendum í leikjum og þ.h. meðan samræður foreldra og umsjónarkennara færu fram. Vel var tekið í hugmyndina og var myndarlega að verki staðið.
Í viðhorfskönnun sem lögð var fyrir foreldra um það hvernig til hefði tekist kom fram að viðhorf þeirra var mjög jákvætt. 83% foreldra voru mjög eða fremur ánægð með haustsamverustundina í heild sinni, 76% fannst umræður á samverustundinni vera mjög eða fremur gagnlegar og rúmlega 85% fannst tilefni til að boðað verði til sambærilegra samverustunda reglulega.
Vinaverkefnið er samstarfsverkefni leik-, grunn- og framhaldsskóla í Skagafirði, frístundadeildar, íþróttahreyfingarinnar og foreldra í Skagafirði.
Sjá nánar HÉR