Jarðminjagarðar á Íslandi – Eldfjallagarður á Reykjanesskaga
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
22.03.2010
kl. 14.22
Miðvikudaginn 24. mars næstkomandi verður haldið málþing um Jarðminjagarða (Geopark) á Íslandi í Salnum, Kópavogi.
Að málþinginu standa Jarðfræðafélag Íslands, Náttúrustofa Norðurlands vestra, Náttúrustofa Suðurlands, Náttúrustofa Reykjaness, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands.
Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir og Óskar Bergsson, formaður Borgarráðs ávarpa þingið. Að því loknu koma ellefu erindi þar sem fjallaverður um jarðminjagarða og eldfjallagarða út frá ýmsum sjónarhornum. Dagskrá þingsins er hægt að sjá á heimasíðu Náttúrustofu Norðurlands vestra. www.nnv.is