Jesus Christ Superstar um páskana
Tónlist úr söngleiknum Jesus Christ Superstar verður flutt í Blönduóskirkju mánudagskvöldið 13. apríl og í Hólaneskirkju þriðjudagskvöldið 14. apríl – báðar sýningarnar hefjast kl. 20:30.
Flytjendur eru kirkjukórarnir á Blönduósi og Skagaströnd, söngnemar og nokkrir kunnir og ókunnir söngvarar. Það eru svo þeir Skarphéðinn Einarsson, Benedikt Blöndal Lárusson, Haukur Ásgeirsson og bræðurnir Friðrik og Brynjar Brynjólfssynir sem skipa hljómsveitina og spila undir af sinni alkunnu snilld.
Mikið hefur verið æft og er því von á góðri skemmtun. Ekki spillir fyrir að allir tónlistarmennirnir gefa vinnu sína og rennur ágóði tónleikanna á Blönduósi til orgelkaupa en tónleikanna á Skagaströnd til Þorbjargar Bjarnadóttur og Búa Þórs Birgissonar.
/Húni.is
