Jóhannes á Torfalæk sæmdur æðsta heiðursmerki NÖK
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
23.08.2012
kl. 14.22
Jóhannes Torfason á Torfalæk í Austur-Húnavatnssýslu var í lok júlí sl. sæmdur Wriedtskildinum sem er æðsta heiðursmerki NÖK, samtaka áhugafólks um nautgriparækt á Norðurlöndum. Skjöldinn fær Jóhannes fyrir starf sitt að nautgriparækt á Norðurlöndum.
Í nýjasta Bændablaði segir að verðalaunaafhendingin hafi farið fram í lok ráðstefnu samtakanna sem haldin var í landbúnaðarskólanum í Grasten á Suður-Jótlandi.
NÖK samtökin voru stofnuð 1948 og á hvert aðildarland rétt á 40 félögum sem tengjast mjólkurframleiðslu og nautgriparækt. Norðurlöndin auk Færeyja og Álandseyja eru aðilar að samtökunum.
Sjá nánar í Bændablaðinu
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.