Jólabingó í Árskóla í dag
feykir.is
Skagafjörður
13.12.2017
kl. 11.06
Nemendur 10. bekkjar Árskóla á Sauðárkróki verða með sitt árlega jólabingó í dag klukkan 18 í húsnæði skólans. Jólalögin verða á fóninum og glimrandi fín stemning á staðnum, segir í tilkynningu frá krökkunum.
Bingóið er liður í fjáröflun krakkanna fyrir skólaferðalag þeirra í vor en skapast hefur sú hefð að heimsækja vinaskóla í Danmörku.
Stórkostlega fínir vinningar verða í boði, opið í sjoppunni og jólakort 10. bekkinga til sölu.
Spjaldið kostar aðeins 500 krónur og allir eru hjartanlega velkomnir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.