Jólaböll víða
Í Skagafirði voru víða haldin jólaböll um helgina eins og lög gera ráð fyrir. Í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki héldu Lionsklúbburinn Björk og Lionsklúbbur Sauðárkróks jólaball og ekki klikkuðu jólasveinarnir á því að mæta.
Gestir sungu og dönsuðu kringum jólatréð og fengu flatböku og annað góðgæti í gogginn.
Myndirnar tók Jóna Katrín Eyjólfsdóttir