Jólagleði á Hvammstanga

Frá Jólamarkaði á Hvammstanga. Mynd: Norðanátt.is

Norðanátt segir frá því að á laugardag kom saman mikill fjöldi fólks á árlegan jólamarkað sem haldinn var í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Þar var hægt að finna allt milli himins og jarðar, til dæmis prjónaðar fingrabrúður, þæfða engla, skart, penna, töskur, vinabönd og bakpoka.

Þá var einnig kveikt á ljósunum á jólatrénu við félagsheimilið. Mikið snjóaði en það aftraði ekki fólkið í að vera viðstatt þegar kveikt var á jólatrénu. Skólakórinn leiddi söng undir stjórn Pálínu. Litla fólkið beið í ofvæni eftir því að jólasveinar létu sjá sig, en orðrómur hafði verið um slíkt. Að lokum komu Stúfur og Giljagaur og gáfu börnunum mandarínur. 

Myndir frá viðburðinum má sjá hér

Fleiri fréttir