Jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks

Frá Jólahlaðborði Rótarýklúbbs Sauðárkróks 2015. MYND: ÓAB
Frá Jólahlaðborði Rótarýklúbbs Sauðárkróks 2015. MYND: ÓAB

Jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks verður haldið í íþróttahúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 30. nóvember nk. Þetta er stærsta samfélagsverkefni klúbbsins og hefur verið haldið með svipuðum hætti undanfarin ár við frábærar móttökur.  

Verkefnið hefur vakið athygli bæði innanlands og erlendis enda hugmyndin að gleðja og gefa öllum tækifæri að njóta jólahlaðborðs í aðdraganda jólanna. Í tilkynningu frá klúbbnum segir að eins og undanfarin ár verði þetta allt ókeypis og opið fyrir alla en boðið verður upp á hlaðborð með forréttum, aðalréttum og drykkjum sem Rótarýfélagar framreiða sjálfir.

Húsið opnar kl. 12:00 en hlaðborðinu lýkur kl. 14:00. Rótarýfélagar hvetja alla til að líta við og eiga notalega stund saman og njóta þess að borða góðan jólamat.

„Það eru mörg góð fyrirtæki sem styrkja verkefnið og fyrir það færir Rótarýklúbburinn þeim bestu þakkir því margt smátt gerir eitt stórt. Eins og undanfarin ár verður söfnunarkassi í íþróttahúsinu þar sem þeir sem vilja geta látið eitthvað að hendi rakna,“ segir í tilkynningunni en allur ágóði rennur til góðra verka í samfélaginu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir