Jólahundabaðið

Nú skulu allir fá jólabaðið og líka besti vinur mannsins því mánudaginn 13. desember nk. milli klukkan 16:00-18:00 skulu allir hundar á Hvammstanga koma til hundahreinsunar í áhaldahúsi Húnaþings vestra Búlandi 3, Hvammstanga.

Við hreinsun ber eigendum eða forráðamönnum að framvísa kvittun fyrir gildri ábyrgðartryggingu hundanna. Gleðileg hundajól.

Fleiri fréttir