feykir.is
Skagafjörður, Það var lagið
09.12.2017
kl. 08.00
Þar sem einungis eru 15 dagar til jóla ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Þar er hinn silkimjúki tónlistarmaður, Gunnar ólason, sem flytur hið silkimjúka lag Komdu um jólin.
Jólatréssala körfuknattleiksdeilar Tindastóls fór í gang í dag og nú er ekkert annað í stöðunni en mæta á sama gamla góða staðinn á Eyrinni, hitta fyrir eldhressa körfuboltamenn og fara heim með jólin í skottinu – enda ekkert betra en ilmurinn af lifandi tré yfir jólin.
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni 17.12.2025
kl. 16.14 oli@feykir.is
Dregið var í átta liða úrslit VÍS bikarsins í körfuknattleik í hádeginu í dag. Tindastóll átti lið í pottunum báðum þar sem bæði karla- og kvennalið félagsins höfðu unnið leiki sína sl. sunnudag. Stelpurnar fengu heimaleik gegn spræku liði KR og þar verður væntanlega hart barist. Leið karlaliðsins í fjögurra liða úrslit ætti að vera nokkuð örugg þar sem Stólarnir fengu útileik gegn 1. deildar liði Snæfells.
Karlakórinn Heimir heldur sína árlegu áramótatónleika í Miðgarði þann 28. desember næstkomandi. Af því tilefni hafði blaðamaður samband við Atla Gunnar Arnórsson formann kórsins, til þess að forvitnast um tónleikana og starfsemi kórsins í haust og vetur.
Jólamót Molduxa verður haldið samkvæmt venju annan dag jóla en mótið er í hugum margra ómissandi þáttur í jólahefð Skagfirðinga. Samkvæmt bestu vitund talnagleggstu Molduxa er þetta mót það 32. sem haldið er.
Þá er kominn út síðasti Feykir ársins 2025. Svokallað jólakveðjublað enda fullt af jólakveðjum og auglýsingum og sennilega hefur þetta síðasta blað fyrir jól aldrei verið stærra, heilar 36 síður. Að sjálfsögðu er blaðið stútfullt af áhugaverðum umfjöllunum og viðtölum. Blaðið fer í drefingu í dag en er þegar opið í rafrænni áskrift.
Fyrir þingkosningarnar fyrir rétt rúmu ári sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, í Spursmálum á mbl.is að þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort sótzt yrði á nýjan leik eftir inngöngu í Evrópusambandið væri mikil málamiðlun af hálfu flokksins. „Það er ekki farið beint í aðildarviðræður. Við förum alltaf í þjóðaratkvæðagreiðslu á undan. Og það er mikil málamiðlun af okkar hálfu,“ sagði hún í þættinum. Hins vegar hefur Þorgerður, líkt og aðrir fulltrúar Viðreisnar, ítrekað haldið því fram að hún treysti þjóðinni fyrir málinu. Nú síðast á Alþingi á föstudaginn.
Nú er liðið eitt ár frá því að ríkisstjórnin var mynduð og við hæfi að hugsa til baka og velta fyrir sér hvað hefur áunnist. Eitt af stóru málunum fyrir kosningarnar í fyrra voru efnahagsmálin. Eðlilega. Verðbólga hafði verið í hæstu hæðum og stýrivextir óbærilegir fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Verðbólgan fór yfir 10% í tíð fyrri ríkisstjórnar. Staðan í dag er allt önnur. Verðbólga hefur ekki mælst minni síðan 2020 og tiltrú á ríkisfjármálin hefur aukist.
Nú er hálfur mánuður til jóla og enginn skilur neitt í því hvað varð um árið sem er að líða. Kannski er maður bara orðinn svona gamall og ruglaður en ég man varla eftir að það hafi verið vont veður á árinu. Auðvitað hefur veðrið ekki alltaf verið gott en verulega vont... nei, hringir ekki bjöllum.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Hulda Jónasdóttir býr í Mosfellsbæ, nánar tiltekið Mosfellsdalnum sem hún telur að sé trúlega einn fallegasti staðurinn á landinu. Hulda, sem er af 1963 árganginum, hefur verið iðin við að setja upp tónleika síðustu árin. „Ég ólst upp á Króknum og tel það mikil forréttindi. Krókurinn var og er dásamlegur staður. Ég er dóttir hjónanna Jónasar Þórs Pálssonar (Ninna málara), sem var mjög áberandi í menningarlífi Skagfirðinga hér á árum áður, trommari, leiktjaldasmiður, málari og margt annað, og Erlu Gígju Þorvaldsdóttur sem einnig hefur sett sinn svip á menningarlífið, átti m.a. lög í söngvakeppnum og hefur samið töluvert af tónlist og á eitt jólalag á væntanlegum jólatónleikum okkar í Gránu.“