Jólamarkaður á Hólabaki í Vatnsdal

Haldinn verður jólamarkaður á Hólabaki í Vatnsdal laugardaginn 6. desember næstkomandi frá klukkan 12 til 17 og sunnudaginn 7. desember frá klukkan 11 til 15. Til sölu verða vörurnar frá Lagði.

Lagður framleiðir sextán gerðir af púðaverum, Vatnsdæluviskustykki og jólasvuntur. Einnig verða til sölu sultur úr Húnaþingi vestra, þingeyskar sápur og ilmkerti, heklaðar hálsfestar og sunnlenskt rabarbarasælgæti. Þá verður Vilko í sparifötunum.

Börnin á bænum selja friðarljós og íslenskt jólaskreytingaefni, meðal annars greni- og furugreinar frá Hofi í Vatnsdal, til styrktar hjálparstarfi þjóðkirkjunnar. Heitt á könnunni og posi á staðnum. Allir eru hjartanlega velkomnir, eins og segir í tilkynningu.

Fleiri fréttir