Jólamarkaður í Hrímnishöllinni
Jólamarkaður verður í Hrímnirhöllinni næstkomandi laugardag en þetta árið munu yfir 20 aðilar mæta á jólamarkaðinn með varning sinn sem er aldeilis frábært. Fjöldi
fólks mætir með handverk sitt og víst er að úrvalið verður mikið.
10. bekkur Varmahlíðarskóla verður með kökubasar og kvennfélagið í gamla Lýtingsstaðahrepp verður með súkkulaði og vöfflur svo eitthvað sé nefnt.
Nokkur skemmtileg dýr verða í hesthúsinu svo sem hallardísin hún Selma Dís, folaldið hún Björg, nokkrir hvolpar og fleiri.
Skógræktarfélag Skagfirðinga gaf jólatré sem ætlunin er að dansa í kringum með músikölskum jólasveinum sem eru búnir að lofa að koma í heimsókn.
Búist er við fjölda manns og mikill undirbúningur í gangi til að gera stundina sem skemmtilegasta. Það er því um að gera að taka daginn frá og eiga skemmtilaga stund í sveitinni laugardaginn 11. desember frá kl: 13- 18.