Jólaspilavist á Hlíðarhúsi

Ungmennafélagið Neisti heldur sína árlegu jólafélagsvist á Hlíðarhúsinu í Óslandshlíð í kvöld klukkan 20:00. Jólaspilavist Neista er alltaf vel sótt og fastur punktur á dagskrá hátíðanna hjá mörgum sem mæta þar árlega. Þar er að sjálfsögðu slegist um slagina en að lokinni spilamennskunni tekur við dýrindis kaffihlaðborð og loks verður pakkauppboð þar sem boðnir eru upp forvitnilegir pakkar sem gaman getur verið að gægjast í.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir