Jólatónleikar Lóuþrælanna

Karlakórinn Lóuþrælar og Sparisjóðurinn Hvammstanga bjóða upp á tvenna tónleika nú í desember. Eru það Lóuþrælarnir og fylgifiskar þeirra sem ætla að sýna listir sínar.

Fyrri tónleikarnir verða fimmtudaginn 9. desember í Barnaskólanum á Borðeyri og hefjast þeir kl. 20:30. Þá verða síðari tónleikarnir haldnir fimmtudaginn 16. desember í Félagsheimili Hvammstanga og hefjast þeir kl. 20:30.

Stjórnandi kórsins er Guðmundur St. Sigurðsson og undirleikari er Elinborg Sigurgeirsdóttir. Einsöngvarar eru Guðmundur Þorbergsson og Elvar Logi Friðriksson. Kynnir er Guðfinna Kristín Ólafsdóttir. Hugvekju flytur Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir.

Á söngskránni eru jóla- og aðventulög, íslensk og erlend. Súkkulaði og smákökur í boði eftir tónleikana.

Aðgangseyrir er enginn.

Tónleikarnir eru styrktir af Menningarsjóði Norðurlands vestra.

Fleiri fréttir