Jólatónleikar Rökkurkórsins
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
27.12.2010
kl. 08.21
Rökkurkórinn heldur jólatónleika sína í Miðgarði mánudaginn 27. des. nk. kl. 20:30 þar sem flutt verða jólalög ásamt lögum af nýútkomnum diski kórsins.Einsöngvarar kórsins; Birgir Þórðarson, Íris Baldvinsdóttir og Valborg Hjálmarsdóttir stíga á stokk ásamt gestasöngvaranum Árna Geir Sigurbjörnssyni ungum Króksara sem syngur með Karlakór Reykjavíkur.
Stjórnandi kórsins er Sveinn Sigurbjörnsson en undirleik annast Thomas Higgersoná píanó og Védís Torfadóttir og Guðbrandur Guðbrandsson á trompet auk þess sem Strengjasveit eldri nemenda tónlistarskólans leikur nokkur lög.
Kaffihlaðborð verður í boði kórsins og aðgangseyrir kr. 2.500.-