Jólatrén á haugana

Á Hvammstanga verður jólatrjám sem lokið hafa hlutverki sínu safnað saman fram til þriðjudagsins 13. Janúar 2009.
Íbúum á Hvammstanga og Laugabakka er bent á að setja trén á áberandi stað við lóðarmörk og munu starfsmenn áhaldahúss taka þau.
Íbúum í dreifbýli er bent á svæði fyrir garðúrgang á ásnum fyrir ofan Hvammstanga.
Íbúar eru einnig hvattir til að hreinsa upp flugeldarusl í nágrenni sínu og hjálpast þannig að við að halda Húnaþingi hreinu.

Fleiri fréttir