Jón Oddur og Jón Bjarni á Króknum
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
08.10.2010
kl. 09.59
Hjá Leikfélagi Sauðárkróks eru æfingar á barnaleikritinu Jóni Oddi og Jóni Bjarna vel á veg komnar. Alls koma um 40 manns að uppsetningunni, þar af 18 leikendur og stefnt er að frumsýningu í Félagsheimilinu Bifröst sunnudaginn 31. október.
Tvíburarnir frægu eru hugarfóstur Guðrúnar Helgadóttur en leikritið var fyrst sett upp í Þjóðleikhúsinu 2002 í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar. Stjórn Leikfélags Sauðárkróks tók þá óvenjulegu ákvörðun að ráða til sín tvo leikstjóra til að stýra verkinu, heimafólkið Sigurlaugu Vordísi Eysteinsdóttur og Stefán Friðrik Friðriksson.
Fylgist með fréttum af gangi mála á heimasíðunni www.skagafjordur.net/LS
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.