Jón og félagar sigurvegarar
Vinstri grænir eru sigurvegarar kosninganna í Norðvestur kjördæmi gangi ný skoðanna könnun Capacent Gallups eftir.
Frjálslyndi flokkurinn tapar miklu frá síðustu kosningum þegar flokkurinn hlaut tvo þingmenn og niður í það að fá nú engan þingmann. Vinstri Grænir og Framsókn bæta við sig manni en Sjálfstæðismenn tapa einum manni.
Sé horft í tölurnar þá fá Vinstri græn 25,7% nú en var með 16% í síðustu Alþingiskosningum. Samfylkingin mælist með 24,7% en var með 21,2% í síðustu kosningum og Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,9% en var með 29,1%. Þá mælist Framsóknarflokkur með 19,5% en var með 18,8%. Allir flokkarnir næðu samkvæmt þessu tveimur mönnum á þing.
Frjálslyndi flokkurinn mældist með 3,9% fylgi í könnunni en var með 13,6% fylgi í kjördæminu í síðustu kosningum. O-listi Borgarahreyfingarinnar mælist með 1,9% og P-listi Lýðræðishreyfingarinnar með 0,5%
Niðurstöðurnar eru úr net- og símakönnun sem Capacent Gallup gerði dagana 2. til 5. apríl 2009. Úrtakið í netkönnuninni var tilviljunarúrtak úr Viðhorfahópi Capacent Gallup en úrtakið í símakönnuninni var tilviljunarúrtak úr þjóðskrá. Heildarúrtaksstærð var 800 manns 18 ára og eldri. Svarhlutfall var 60,2 %