Jón Þorsteinn með tímamótadisk

Hinn  ungi skagfirski harmonikusnillingur Jón Þorsteinn Reynisson hefur nýlega gefið út hljómdisk sem inniheldur klassísk tónverk spiluð á harmoniku. Platan ber nafnið Caprice og inniheldur verk eftir: Boëllmann, Paganini, Scarlatti, Mozart, Beethoven, Chopin, Vivaldi, Bach og Wagner.

-Ég veit ekki betur en að þetta sé fyrsti diskurinn sem gefinn er út á Íslandi sem inniheldur eingöngu klassíska tónlist sem flutt er á harmoniku, og eru þetta því kannski nokkur tíðindi í tónlistarlífinu hér á landi, segir Jón Þorsteinn.

Diskurinn kom út fyrir viku síðan og verður hann komin í allar helstu plötubúðir landsins fyrir jól og mun hann eflaust sóma sér vel í jólapakkanum.

Fleiri fréttir