Kaffi 565 kynnir kósí kvöld

Nemendur í 9. bekk lofa jólalegri stemningu á fimmtudagskvöldið.

9. bekkur Grunnskólans austan Vatna ætlar á fimmtudagskvöldið að standa fyrir kósí kvöldi í Konungsverslunarhúsinu á Hofsósi.
Ef veður leyfir stefna krakkarnir á að halda kaffihúsið utandyra og því hvetja krakkarnir væntanlega gesti sína að mæta vel innpakkaðir. Boðið verður upp á piparkökumálun fyrir yngri kynslóðina auk þess sem jólatónlist verður flutt af nokkrum kórum úr Skagafirði - Kirkjukór Hofsóskirkju, Skólakórinn á Hofsós og Rökkurkórinn. Krakkarnir lofa kósí og jóla stemmning og bæta við að gaman væri ef gestir mæti með jólasveinahúfu til þess að gera stemninguna enn meira kósi og jólalega. Kaffihúsið byrjar klukkan átta og stendur til hálf tíu.

Fleiri fréttir