Kaffi Króks mótaröðin í pílu farin af stað

Sigurvegarar í hverri deild. Frá vinstri: Arnar Már, Hjörtur, Andri Þór og Ingvi Þór. MYND AF FB-SÍÐU PÍLUKASTFÉLAGS SKAGAFJARÐAR
Sigurvegarar í hverri deild. Frá vinstri: Arnar Már, Hjörtur, Andri Þór og Ingvi Þór. MYND AF FB-SÍÐU PÍLUKASTFÉLAGS SKAGAFJARÐAR

Fyrsta innanfélagsmót Pílukastfélags Skagafjarðar þetta haustið var haldið í gærkvöldi en þá var fór fram fyrsta keppni í Kaffi Króks mótaröðinni. Keppt var í fjórum deildum þar sem keppendur röðuðu sér niður eftir sínu meðaltali. Eftir hvert mót verður meðaltal mótsins skoðað og raðað niður í deildir fyrir næsta mót sem verður eftir hálfan mánuð.

Það er Kaffi Krókur sem gefur verðlaun til sigurvegara í hverri deild á hverju keppniskvöldi. Þetta var virkilega skemmtilegt kvöld og keppendur ánægðir með þetta nýja deildarskipta fyrirkomulag. 20 keppendur tóku þátt að þessu sinni og keppt var í fjórum deildum,“ segir í frétt á vef Pílukastfélasins

Úrslitin urðu þau að í 1. deild sigraði Arnar Már Elíasson, Ingvi Þór Óskarsson fór með sigur af hólmi í 2. deild, Hjörtur Geirmundsson varð hlutskarpastur í 3. deild og loks var það Andri Þór Árnason sem endaði efstur í 4. deild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir