Kaldavatnið fór í Varmahlíð
Á Facebooksíðu Varmahlíðarskóla segir að nemendur hafi verið sendir heim um hádegi í dag vegna vatnstjóns í skólanum. „Það er kaldavatnslaust og því ekki hjá því komist að ljúka skóladegi. Vonandi verður allt komið í samt lag fyrir morgundaginn,“ segir í tilkynningunni. Þá var sundlaug og íþróttamiðstöð Varmahlíðar lokuð af sömu ástæðu.
Að sögn Indriða Þórs Einarssonar, sviðstjóra veitu- og framkvæmdasviðs, varð tjón á heimtaug inn í Varmahlíðarskóla rétt fyrir hádegi þegar verið var að grafa fyrir lögnum.
Á meðan viðgerð fór fram þurfti að taka vatnið af Varmahlíð en það var komið á aftur um kl 14. Segir hann að eitthvað vatn hafi flætt inn í kjallararýmið þar sem vatninntakið er staðsett í skólanum en ekki hlaust teljandi tjón af því.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.