Kaldur og svangur á Hólmagrundinni

-Þannig er að það flækist hérna um Hólmagrundina horað, kalt og svangt kattargrey, sem að greinilega er húsvanur og gæfur, segir Jóhanna Jónasdóttir á Sauðárkróki en hún hefur áhyggjur af velferð kattarins og vill að kötturinn komist til síns heima.

-Ég hef verið að gefa honum smá mat út en er sjálf með ketti og get því ekki tekið hann inn. Hann er með teygju eða ól um hálsinn en ekkert merki.

Þeir sem þekkja kisu geta haft samband við Jóhönnu Jónasdóttur í síma 892 2862 til að fá nánari upplýsingar.

Fleiri fréttir