Kalla eftir svörum frá Heilbrigðisráðherra

Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki bíða enn eftir upplýsingum um það hvernig Heilbrigðisráðherra hyggst ná fram þeim markmiðum sem boðuð eru með sameiningu heilbrigðisstofnana frá 1. október nk. Marg oft hefur verið kallað eftir svörum við því t.d. hvernig aukið öryggi íbúanna í heilbrigðismálum verði tryggt og hvernig ákvarðanataka verði færð frá ráðuneyti til heimamanna.

Hollvinum er ekki ljóst hvað er í vegi fyrir því að opinbera þessar upplýsingar nú, þegar einungis 45 dagar eru í að aðgerðirnar komi til framkvæmda og má segja að þetta upplýsingaleysi auki óöryggi íbúa en ekki öryggi eins og markmiðið er.

Enn á ný skora því Hollvinir á heilbrigðisráðherra að kynna nú þegar fyrir heimamönnum fyrirhugaðar breytingar.

/Fréttatilkynning

Fleiri fréttir