Kanna vinnslu á kalkþörungum
Rúv segir frá því að Franskt fyrirtæki kanni möguleika á kalkþörungavinnslu úr Miðfirði og Hrútafirði. Verði kalkþörungaverksmiðja sett á stofn yrði um að ræða 10-20 manna vinnustað.
Á árunum 1999 til 2004 voru gerðar rannsóknir í Hrútafirði og Miðfirði, sem leiddu í ljós umtalsverðar kalkþörungarnámur í báðum fjörðunum. Málið lá niðri í nokkur ár, en haustið 2008 segir Jón Óskar Pétursson framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra að franskt fyrirtæki hafi sýnt því áhuga að kanna þessi svæði betur. Búið er að taka borkjarna úr báðum fjörðum og er beðið niðurstaðna af rannsóknum á þeim.
/ruv.is